Raufarhöfn

fimmtudagur, 10. mars 2011

Öskudagurinn reis upp frá dauðum í mínum huga í gær. Síðustu ár hafa verið vonbrigði. Ég hef rölt á milli verslana með krökkunum og rekist á pirrað starfsfólk sem nennir ekki að hlusta á söng, heldur afhendir nammið strax til að losna við krakkana. Svo eru þeir sem hengja upp "Allt nammi búið" skilti fyrir hádegi. Ég veit ekki hvor tegundin er verri. Auðvitað eru þó margir sem taka öllum börnum vel og líta ekki á þetta sem truflun.

Í gær var krökkunum afskaplega vel tekið í fyrirtækjum á staðnum og þau sneru heim með bros á vör. Síðar um daginn hélt foreldrafélagið Velvakandi svo ball þar sem börn og fullorðnir mættu í búningum og dönsuðu. Einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana og kötturinn sleginn úr tunnunni. Kjartan Ísak var tunnukóngur að þessu sinni og svipurinn á honum þegar tunnan fór í sundur var óborganlegur - eins og hann hafði gert eitthvað af sér.Það var svo ekki leiðinlegt að enda daginn uppi á hóteli hjá Ella og Ágústu þar sem fullorðnir fengur sér hina heimsfrægu Skinnalónsborgara en börnin pizzu.Engin ummæli: