Raufarhöfn

fimmtudagur, 10. mars 2011

Net-tíska

Útvíðar buxur verða í tísku í sumar.
Síðast þegar mér fannst virkilega töff að vera í útvíðum buxum var ég í unglingadeildinni í Öldó, 8. bekk. Ég man að ég fór til Edinborgar með vasana fulla af fermingarpeningum og spurði afgreiðslumann í tískuvöruverslun hvort hann ætti útvíðar buxur. "Ef þú hefðir mætt fyrir svona 20 árum hefðum við átt þær" var svarið.


Bloggið er eins og útvíðar buxur. Það kemur alltaf aftur. Þú tekur tímabil þar sem þú prófar MySpace, pokabuxur sem hylja aðeins hálfan rassinn á þér, Facebook og skinny buxur. En bloggið og útvíðar buxur eru fastir punktar sem heimurinn snýr sér alltaf aftur að.

Ég er byrjaður að blogga aftur og ætla að fá mér útvíðar buxur við fyrsta tækifæri.

Engin ummæli: