Raufarhöfn

þriðjudagur, 27. maí 2008

No hablo español

En samt er speisið mitt á spænsku og hefur verið í nokkurn tíma. Reyndar virðast flest öll speis vera á spænsku þessa dagana.

Hvers vegna er það? No lo sé.

Það er loco maður.

Hasta luego.

mánudagur, 28. apríl 2008

Hinir heyrnarlausu

Það er tvennt í þessu lífi sem allir óttast. Dauðann og að eiga samskipti við heyrnarlausan mann. Alveg sama hversu mikið maður passar sig, sama hversu mikið maður undirbýr sig andlega, maður fer alltaf í kleinu í samskiptum við heyrarlausa.


Fyrir nokkrum dögum bankaði einn slíkur maður upp á hjá mér og rétti mér miða sem á stóð "Happdrætti heyrarlausra". Miðinn kostaði 1300 krónur. Ég sagði nei takk, ég er ekki með pening. Þá stundi sá heyrnarlausi útúr sér, vhihhh ehhh mheehhhh phohhahhh. Ég dró því upp kortið með semingi, vitandi að ég átti aðeins 1500 krónur eftir til að lifa mánuðinn af.

Maðurinn þakkaði fyrir sig og kvaddi. Eftir sat ég með 200 krónur á kortinu mínu og happdrættismiða (sem ég er reyndar búinn að týna núna). Ég var þó ánægður með mig að hafa, í fyrsta skiptið, ekki panikkað og farið að tala með vörunum eða sagt eitthvað heimskulegt eins og "no thanks, not now". Það hefur gerst alltof oft.

Brynja var ekki alveg eins hrifin af uppátækinu. Skammaði mig fyrir að hafa eytt síðustu aurum fársvelts heimilis í happdrættismiða.
"En þetta er fyrir gott málefni", benti ég á, "fyrir heyrnarlausa".
"Gott málefni", apaði Brynja eftir mér, og benti mér á að það væri nokkurn veginn sama hversu miklu ég eyddi í heyrnarlausrahappdrætti, þeir héldu alltaf áfram að vera heyrnarlausir.

Góður punktur hjá henni og ég játaði mig sigraðan.

Back to basics

Gamla góða leikskólabragðið virkar alltaf best.Þetta er tvímælalaust aðferð sem lögreglan ætti að nota í meira mæli. Örugglega miklu betra á mótmælendur heldur en táragas.

mánudagur, 21. apríl 2008

Russell Brand


Fyrir nokkrum vikum sá ég breska grínistann Russell Brand hjá Jay Leno. Mér fannst hann svo fyndinn að klukkutíma síðar horfði ég aftur á hann á plús. Um helgina fór ég svo að sjá Forgetting Sarah Marshall, sem er prýðileg gamanmynd og áðurnefndur Russell leikur í. Kynningarbrot myndarinnar (grófari útgáfuna) má sjá hér.

Russell þessi er afar athyglisverður maður. Hann er einkar farsæll grínisti jafnt í útvarpi sem sjónvarpi, á ársmiða á Upton Park, er pistlahöfundur í The Guardian, fyrrum heróínfíkill og kynþokkafyllsta grænmetisæta Bretlands (þetta síðastnefnda er ekki eitthvað sem mér finnst, heldur alvöru verðlaun sem hann fékk). Sjálfsævisaga hans, My Booky Wook, er metsölubók í Bretlandi, en líf sitt segir hann vera "series of embarrassing incidents strung together by telling people about those embarrassing incidents."

Í áðurnefndri kvikmynd leikur Russell rokkhundinn Aldous Snow, söngvara og frontmann hljómsveitarinnar Infant Sorrow. Hljómsveit þessi á líklega heiðurinn af einu rómantískasta lagi síðari ára, Inside of You.

Á youtube sá ég svo athyglisvert myndbrot af Aldous þessum að stjóna barnaþætti.
En hvers vegna er ég að skrifa þetta allt? Jú, vegna þess að Russell Brand er nýji kærastinn minn.

jóiþvag