Raufarhöfn

mánudagur, 21. apríl 2008

Russell Brand


Fyrir nokkrum vikum sá ég breska grínistann Russell Brand hjá Jay Leno. Mér fannst hann svo fyndinn að klukkutíma síðar horfði ég aftur á hann á plús. Um helgina fór ég svo að sjá Forgetting Sarah Marshall, sem er prýðileg gamanmynd og áðurnefndur Russell leikur í. Kynningarbrot myndarinnar (grófari útgáfuna) má sjá hér.

Russell þessi er afar athyglisverður maður. Hann er einkar farsæll grínisti jafnt í útvarpi sem sjónvarpi, á ársmiða á Upton Park, er pistlahöfundur í The Guardian, fyrrum heróínfíkill og kynþokkafyllsta grænmetisæta Bretlands (þetta síðastnefnda er ekki eitthvað sem mér finnst, heldur alvöru verðlaun sem hann fékk). Sjálfsævisaga hans, My Booky Wook, er metsölubók í Bretlandi, en líf sitt segir hann vera "series of embarrassing incidents strung together by telling people about those embarrassing incidents."

Í áðurnefndri kvikmynd leikur Russell rokkhundinn Aldous Snow, söngvara og frontmann hljómsveitarinnar Infant Sorrow. Hljómsveit þessi á líklega heiðurinn af einu rómantískasta lagi síðari ára, Inside of You.

Á youtube sá ég svo athyglisvert myndbrot af Aldous þessum að stjóna barnaþætti.




En hvers vegna er ég að skrifa þetta allt? Jú, vegna þess að Russell Brand er nýji kærastinn minn.

2 ummæli:

Bryndís sagði...

skemmtilegt að láta mig ekki vita að þú sért farinn að blogga aftur!
en allavega.....jeyjeyjey....go jói!

p.s. má ég semsagt bjóða herra Brand með okkur í þrísomm?

... sagði...

ohh...sjitt...trúi ekki að þú hafir séð þetta....var að vona að þú myndir aldrei komast að því að ég væri að blogga....eina ástæðan fyrir því að ég hætti að blogga voru svona komment frá þér þar sem þú talaðir um að bjóða öðru fólki í þrísomm...og fleira í þeim dúr...veistu brynja, það er bara ekki kúl...strákarnir eru búnir að vera að stríða mér útaf þessu....viltu bara hætta....