Raufarhöfn

mánudagur, 28. apríl 2008

Hinir heyrnarlausu

Það er tvennt í þessu lífi sem allir óttast. Dauðann og að eiga samskipti við heyrnarlausan mann. Alveg sama hversu mikið maður passar sig, sama hversu mikið maður undirbýr sig andlega, maður fer alltaf í kleinu í samskiptum við heyrarlausa.


Fyrir nokkrum dögum bankaði einn slíkur maður upp á hjá mér og rétti mér miða sem á stóð "Happdrætti heyrarlausra". Miðinn kostaði 1300 krónur. Ég sagði nei takk, ég er ekki með pening. Þá stundi sá heyrnarlausi útúr sér, vhihhh ehhh mheehhhh phohhahhh. Ég dró því upp kortið með semingi, vitandi að ég átti aðeins 1500 krónur eftir til að lifa mánuðinn af.

Maðurinn þakkaði fyrir sig og kvaddi. Eftir sat ég með 200 krónur á kortinu mínu og happdrættismiða (sem ég er reyndar búinn að týna núna). Ég var þó ánægður með mig að hafa, í fyrsta skiptið, ekki panikkað og farið að tala með vörunum eða sagt eitthvað heimskulegt eins og "no thanks, not now". Það hefur gerst alltof oft.

Brynja var ekki alveg eins hrifin af uppátækinu. Skammaði mig fyrir að hafa eytt síðustu aurum fársvelts heimilis í happdrættismiða.
"En þetta er fyrir gott málefni", benti ég á, "fyrir heyrnarlausa".
"Gott málefni", apaði Brynja eftir mér, og benti mér á að það væri nokkurn veginn sama hversu miklu ég eyddi í heyrnarlausrahappdrætti, þeir héldu alltaf áfram að vera heyrnarlausir.

Góður punktur hjá henni og ég játaði mig sigraðan.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

bloggaðu meira!
og hættu að láta mig líta út fyrir að vera illgjörn gribba...þessi orð mín voru tekin úr samhengi og ekki ætluð almenningi!

Nafnlaus sagði...

Hey bara byrjaður að blogga aftur... hélt að vísu að einhver annar hefði brotist inn á bloggsíðuna þína og byrjað að blogga, skildi ekki alveg þetta með Brynju!!! ;)
Vona að þið hafið það gott elskurnar mínar. Kíki á ykkur fljótlega.
Knús Maja